Christophe Galtier er nálægt því að taka við sem stjóri Al Duhail í Katar.
Galtier hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá franska stórliðinu Paris Saint-Garmain í vor.
Nú er hann hins vegar að öllum líkindum að landa nýju starfi í Katar.
Hernan Crespo var rekinn frá Al Duhail á dögunum og tekur Galtier við af honum.
Það er nóg til af peningum í Katar en Philippe Coutinho er til að mynda á mála hjá Al Duhail.