Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Wolfsburg, verður frá næstu vikurnar þar sem hún er með rifu í hnéskeljarsin (e. patella tendon).
Sveindísar var sárt saknað í leikjum Íslands gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni á dögunum en hún meiddist rétt fyrir leikina.
Þá var hún ekki með í leik Wolfsburg gegn Frankfurt í fyrradag í þýsku úrvalsdeildinni.
Sveindís segir í samtali við 433.is að það megi búast við því að rifa í hnéskeljarsin haldi henni frá vellinum í sex til átta vikur en það er þó ekkert öruggt í þeim efnum.
Næstu landsleikir Íslands eru í lok mánaðar gegn Danmörku og Þýskalandi hér heima. Það verður að teljast ólíklegt að Sveindís verði með þar.