Sögusagnir um að Jose Mourinho gæti verið á útleið hjá Roma verða æ háværari. Félagið er sagt vera byrjað að skoða hugsanlega arftaka hans.
Tímabilið hefur farið afar illa af stað hjá Roma og er liðið í þrettánda sæti með aðeins 8 stig eftir sjö leiki.
Ítalski miðillinn Sportmediaset segir að Roma gæti látið Mourinho fara á næstunni og að Antonio Conte sé hugsanlegur arftaki.
Conte hefur verið án starfs frá því hann yfirgaf Tottenham fyrr á þessu ári.
Hann hefur áður stýrt ítölskum stórliðum á borð við Juventus og Inter við góðan orðstýr. Nú gæti hann verið að snúa aftur.