UEFA kynnti á dögunum lágmarksstaðla fyrir A landslið kvenna í Evrópu. Markmiðið með stöðlunum er að auka gæði, þróa og styðja við A landslið kvenna í Evrópu.
Staðlarnir, sem framkvæmdastjórn UEFA samþykkti einróma, ná yfir íþróttina, stjórnarhætti, æfingar, læknisþjónustu, þjálfun, velferð leikmanna, gistiaðstöðu og þóknun.
Hér má sjá dæmi um þá staðla sem þarf að uppfylla:
Aðalþjálfari í fullu starfi með UEFA Pro þjálfaragráðu.
Að minnsta kosti einn læknir og tveir sjúkraþjálfarar þurfa að vera á öllum æfingum og í öllum leikjum.
Ferðast þarf í leiki eins beina leið og hægt er.
Hágæða gistiaðstaða nálægt æfinga/keppnisvöllum.
Nýta þarf landsliðsglugga til hins ítrasta.
Aðgengi að æfingaaðstöðu landsliða, gæðabúnaði til æfinga og völlum í umsjón fagaðila.
Samningur á milli leikmanna og sérsambands um kjör, meðgöngu og foreldrastefnu og jafnrétti.
Hvert sérsamband fær 100.000 Evrur, sem samsvarar um 14,5 milljónum króna, á ári til ársins 2028 til að uppfylla staðlana.