Nýtt stjörnupar virðist vera að koma fram á sjónarsviðið í Englandi ef marka má fjölmiðla þar í landi.
Þau Laura Woods, sem hefur slegið í gegn þar sem hún fjallar um enska boltann í sjónvarpi, og fyrrum Love Island stjarnan Adam Collard, hafa nefnilega verið að stinga saman nefjum.
Þau sáust saman á stefnumóti í síðasta mánuði og þau eyddu síðasta helgarfríi saman.
Woods og Collard hafa ekkert staðfest en það virðist ekki fara á milli mála að þau eru nýtt par.
Laura birti myndir frá helginni á Instagram og þær má sjá hér að neðan.