fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Ótrúleg frásögn: Var mættur á flugvöllinn en svo fór allt úrskeiðis – Svona var brugðist við

433
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 19:25

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni að gluggadeginum sem er í dag tók Twitter-reikningurinn The Upshot saman nokkrar skemmtilegar sögur af félagaskiptamarkaðnum í gegnum tíðina.

Arnaut Danjuma
Danjum var næstum kominn til Everton á láni frá Villarreal í þessum mánuði. „Ég mun gera gjörsamlega allt til að halda Everton í þessari deild,“ sagði hann meira að segja í viðtali. Það endaði þó með því að kappinn hélt til Tottenham á elleftu stundu.

Diafra Sakho
Sem leikmaður West Ham ferðaðist Sakho til Frakklands og fór í læknisskoðun hjá Rennes, án leyfis enska félagsins. Skiptin fóru auðvitað ekki í gegn en þó sleppti Sakho æfingu West Ham næsta dag til að horfa á veðhestahlaup.

Benjani
Þegar Benjani var á leið til Manchester City frá Portsmouth missti hann af tveimur flugum eftir að hafa verið mættur á flugvöllinn. Hann sofnaði. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth á þeim tíma, keyrði á flugvöllinn og henti kappanum upp í vél. Skiptin fóru í gegn 45 mínútum áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Leeds
Á Twitter aðgangi sínum 2014 sagði félagið stuðningsmönnum að fara ekki að sofa alveg strax á gluggadeginum, það ætti eitt og annað eftir að gerast. Það sem átti eftir að gerast var að tveir framherjar Leeds fóru frá félaginu, enginn kom inn.

Carlton Cole
Cole var næstum farinn til West Brom en nokkrum mínútum áður en glugginn lokaði stöðvaði Sam Allardyce skiptin. Cole beið í eldhúsi félagsins á þessum tímapunkti og í síma sagði hann við Allardyce: „Þú ert að eyðileggja helvítis ferilinn minn.“

David de Gea
De Gea grét árið 2015 þegar skipti hans til Real Madrid gengu ekki eftir. Mikilvæg gögn bárust mínútu og seint og náðust ekki fyrir gluggalok. Manchester United kenndi faxtæki um.

Fjölmiðlamenn
Fjölmiðlamenn hafa í nægu að snúast á á gluggadeginum og lenti Alan Irwin eitt sinn í því að fá gervilim í andlitið á meðan hann reyndi að flytja frétt. Annar lenti í því að uppblásnum banana var beint að honum og sturlaðist af reiði.

Kim Kallström
Kallström fór óvænt á láni til Arsenal 2014. Hann mætti meiddur til félagsins og var frá í tvo mánuði eftir meiðsli í blaki. „Ef við hefðum haft tvo eða þrjá daga í viðbót hefðum við ekki fengið hann,“ viðurkenndi Arsene Wenger síðar.

Peter Odemwingie
Kappinn fór í langferð til að reyna að komast frá WBA til QPR og ferðaðist til London til að reyna að þröngva skiptunum í gegn. Hann kvaddi meira að segja liðsfélaga sína hjá WBA. Skiptin gengu ekki í gegn.

Hér að neðan má sjá þráð The Upshot í heild og fleiri furðulegar sögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“