fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Ronaldo býður fjórum leikmönnum Manchester United til sín eftir stormasama brottför

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 19:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ron­aldo, leik­maður Al-Nassr í Sádi-Arabíu og fyrrum leik­maður Manchester United hefur boðið fjórum fyrrum liðs­fé­lögum sínum í Manchester­borg til Portúgal eða Sádi-Arabíu í eins konar kveðju­partý. Það er The Sun sem greinir frá.

Ron­aldo fór frá Manchester United með hvelli þar sem samningi hans við fé­lagið var rift í kjöl­far við­tals sem hann veitti breska fjöl­miðla­manninum Pi­ers Morgan. Við­talið vakti mikla at­hygli og skapaði mikinn glund­roða en í því sagði Ron­aldo farir sínar ekki sléttar hjá Manchester United eins og frægt er orðið.

Samningi Ron­aldo við Manchester United var rift á tíma­punkti þar sem leik­maðurinn var á fullu í undir­búningi með portúgalska lands­liðinu fyrir HM í Katar undir lok síðasta árs. Þar af leiðandi tókst honum ekki að kveðja liðs­fé­laga sína hjá Manchester United.

Til þess að reyna bæta upp fyrir það hefur Ron­aldo nú boðið fjórum fyrrum liðs­fé­lögum sínum hjá Manchester United að hita sig, annað hvort í heima­landinu Portúgal eða í Sádi-Arabíu þar sem hann dvelur nú.

Þetta eru þeir Harry Maguire, Bruno Fernandes, Ca­semiro og Rap­hael Vara­ne. Það er heimildar­maður The Sun, sem sagður er vel tengdur Manchester United, sem greinir frá þessu.

„Það eru enn leik­menn í leik­manna­hópi Manchester United sem bera ekkert nema virðingu fyrir Ron­aldo og þeim þótti leiðin­legt að sjá hvernig dvöl hans hjá fé­laginu lauk vegna þess að þeim tókst ekki að kveðja hann.

Hann fór ný­verið úr What­sApp hópi leik­manna Manchester United en lofaði að vera á­fram í sam­bandi og bauð þeim á heimili sitt í Lisabon eða Sádi-Arabíu.“

Allur kostnaður við ferðina verður greiddur af portúgölsku knatt­spyrnu­goð­sögninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony