fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
433Sport

Í­hugaði al­var­lega að hætta og tjáir sig nú í fyrsta skipti eftir HM – ,,Vildi aldrei finna mig í þannig stöðu“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 18:53

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Sout­hgate, lands­liðs­þjálfari enska lands­liðsins í knatt­spyrnu segist hafa í­hugað það al­var­lega að segja starfi sínu sem lands­liðs­þjálfari lausu eftir HM í Katar undir lok síðasta árs.

Á endanum á­kvað hann þó að halda á­fram tryggð við liðið en Sout­hgate veitti BBC ítar­legt við­tal á dögunum, það fyrsta eftir á­kvörðunina stóru.

Enska lands­liðið féll úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Frakk­landi í átta liða úr­slitum mótsins en hafði árið áður komist í úr­slit EM á heima­velli.

,,Ég vildi aldrei finna mig í þannig stöðu að nær­vera mín sé að hafa nei­kvæð á­hrif á liðið,“ segir Sout­hgate í sam­tali við BBC.

,,Ég trúði því að það væri ekki raunin hjá mér og enska lands­liðinu en vildi samt sem áður bara taka mér tíma eftir HM til þess að leggja mat á mína stöðu, vera alveg viss um það hvernig mér liði.

Sout­hgate segist hafa spurt sig að því hvort það væri hið rétta í stöðunni að halda á­fram sem lands­liðs­þjálfari.

,,Því ég vildi vera viss um að hungrið og fersk­leikinn væri enn til staðar.“

Hann segir stöðu sína sem lands­liðs­þjálfari enska lands­liðsins vera sinn mesta heiður á lífs­leiðinni. Á­kvörðunin um að halda veg­ferðinni með lands­liðinu á­fram hafi á endanum ekki verið erfið.

,,Liðið er enn að taka fram­förum. Við erum allir sí­fellt að öðlast meiri trú á því sem við erum að gera.“

Viðtal BBC við Southgate má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alfreð segir enga ástæðu til þess að hengja haus eftir svekkelsi í Bosníu – „Það er gríðarlegt svekkelsi í hópnum“

Alfreð segir enga ástæðu til þess að hengja haus eftir svekkelsi í Bosníu – „Það er gríðarlegt svekkelsi í hópnum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Þór eftir slæmt tap Íslands í Bosníu – „Þetta var ekki úrslitaleikurinn í riðlinum“

Arnar Þór eftir slæmt tap Íslands í Bosníu – „Þetta var ekki úrslitaleikurinn í riðlinum“