fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
433Sport

Zlatan les nýkrýndu heimsmeisturunum pistilinn – „Merki þess að þú munt aðeins vinna einu sinni“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 20:00

Zlatan Ibrahimovic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska knatt­pyrnu­goð­sögnin Zlatan I­bra­himo­vic er allt annað en sáttur með hegðun leik­manna argentínska lands­liðsins, fyrir utan Lionel Messi, eftir að liðið tryggði sér heims­meistara­titilinn með sigri á Frökkum í Katar undir lok síðasta árs. Hann spáir því að Argentínu­menn muni ekki vinna neitt framar með nú­verandi leik­manna­hóp sinn.

Fagnaðar­læti argentínska lands­liðsins í kjöl­far sigursins á HM í Katar varð til þess að Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandið (FIFA ) hóf rann­sókn á hegðun liðsins eftir sigurinn. Mark­vörðurinn Emili­ano Martinez var staðinn að því að hæðast sví­virði­lega að Frökkum, sér í lagi Mbappé og þá þóttu fagnaðar­læti hans, eftir að hann fékk Gull­hanskann sem besti mark­vörður HM, hneykslun.

„Messi er talinn vera besti leik­maður sögunnar, ég var hand­viss um að hann myndi vinna heims­meistara­titil. Það sem mun gerast í kjöl­farið er að Kyli­an Mbappé (stór­stjarna Frakka) mun vinna heims­meistara­titil, ég hef engar á­hyggjur af honum,“ sagði I­bra­himo­vic í sam­tali við France Inter. „Ég hef á­hyggjur af hinum í argentínska lands­liðinu vegna þess að þeir munu ekki vinna neitt framar. Messi hefur unnið allt, fólk mun minnast hans, en allir hinir sem hegðuðu sér illa, við getum ekki liðið þá.“

Þessi dómur hans komi frá ferli hans sem at­vinnu­maður í knatt­spyrnu á hæsta gæða­stigi.

„Þetta er merki þess að þú munt aðeins vinna einu sinni, aldrei oftar. Maður fagnar ekki sigri svona.“

Svona fagnaði Emiliano Martinez eftir að hafa hlotið gullhanskann / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“