fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
433Sport

Mögnuð staðreynd um tímabil Arsenal það sem af er

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 08:50

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar tímabilið er hálfnað.

Liðið vann sterkan 3-2 sigur á Manchester United í gær. Sigurmarkið kom á 90. mínútu.

Úrslitin þýða að Arsenal er með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar. Auk þess eiga Skytturnar leik til góða á lærisveina Pep Guardiola.

Nánar til tekið er Arsenal með 50 stig eftir að hafa spilað helming leikja sinna. Hefur það því aðeins tapað sjö stigum það sem af er leiktíð. Er það fjórða besta byrjun frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni.

Jafnframt er lið Arsenal nú með fleiri sig en liðið sem varð Englandsmeistari án þess að tapa leik tímabilið 2003-2004. Það Arsenal lið var með 45 stig eftir nítján leiki.

Ljóst er að ekkert er í höfn enn en útlitið er gott fyrir stuðningsmenn Arsenal.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe ekki með PSG í Meistaradeildarleiknum mikilvæga

Mbappe ekki með PSG í Meistaradeildarleiknum mikilvæga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nunez: ,,Ég er ekki að spila vel hjá Liverpool“

Nunez: ,,Ég er ekki að spila vel hjá Liverpool“
433Sport
Í gær

Arteta og Rashford voru bestir

Arteta og Rashford voru bestir
433Sport
Í gær

Dagný tilnefnd sem leikmaður ársins í London

Dagný tilnefnd sem leikmaður ársins í London
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir nýjan langtímasamning Martinelli við félagið

Arsenal staðfestir nýjan langtímasamning Martinelli við félagið
433Sport
Í gær

Sjáðu hreint ótrúlegt sjónarspil þegar hann „hvarf“ í beinni útsendingu

Sjáðu hreint ótrúlegt sjónarspil þegar hann „hvarf“ í beinni útsendingu