Þjóðadeildin er ný af nálinni í kvennaflokki og er mikil jákvæðni gagnvart nýrri keppni.
„Þetta er mjög spennandi. Ég er mjög spennt að taka þátt í þessari Þjóðadeild. Það er gaman að fá alvöru leiki,“ segir Sveindís við 433.is.
Markmið liðsins fyrir komandi leiki eru skýr.
Sveindís Jane
„Við förum í alla leiki til að vinna þá. En fyrst og fremst viljum við bæta okkur. Við erum að spila ágætlega og vitum hvað við getum.“
Sveindís er auðvitað á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og er tímabilið nýfarið af stað. Liðið mætti Bayer Leverkusen í fyrstu umferð.
„Tímabilið leggst mjög vel í mig. Fyrsti leikur er alltaf smá stress og það var gott að byrja á sigri.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.