Rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er lokið og það er komið á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi.
Þann 23. ágúst var greint frá því að Albert hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. Málið hefur síðan verið á borði lögreglu. Sjálfur neitar Albert allri sök.
Albert hefur spilað áfram með félagsliði sínu, Genoa, en samkvæmt reglum KSÍ var hann settur til hliðar hjá íslenska landsliðinu.