Ofurtölvan stokkar spil sín eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni en hún spáir fyrir um lokaniðurstöðuna í ensku úrvalsdeildinni byggt á því hvernig mótið hefur verið hingað til.
Manchester City, Liverpool og Arsenal raða sér í þrjú efstu sætin en öll liðin unnu sína leiki um helgina.
Tottenham, sem er í öðru sæti, vann einnig um helgina en athygli vekur að liðið endar í sjötta sæti miðað við útreikninga Ofurtölvunnar.
Manchester United tapaði um helgina og Chelsea gerðu jafntefli en hvorugum liðum er spáð efstu fjórum.
Allt er þetta auðvitað til gamans gert en hér má sjá lokaniðurstöðuna í ensku úrvalsdeildinni miðað við útreikninga Ofurtölvunnar.