Íslandsvinurinn Lee Sharpe hefur sagt frá ansi skemmtilegri sögu sem tengist framherjanum Dwight Yorke en þeir léku báðir fyrir Manchester United á sínum ferli.
Yorke átti farsælan feril fyrir Man Utd líkt og Sharpe sem stoppaði stutt á Íslandi og lék með Grindavík.
Þeir félagar skelltu sér út á lífið eitt kvöldið en Yorke var þá leikmaður Aston Villa og var eftirsóttur af bæði Man Utd og Barcelona.
Yorke vildi fá að vita hvernig það væri að vera leikmaður Man Utd og fékk sín svör frá Sharpe sem varð til þess að þeir djömmuðu saman alla nóttina.
Þeir eyddu mörgum klukkutímum saman í drykkjunni en Yorke tjáði Sharpe klukkan sex um nótt að hann ætti að mæta á fund með Barcelona eftir aðeins þrjá tíma.
,,Ég endaði á því að eyða allri nóttinni með Yorkey. Hann yfirgaf Villa og fór annað, hann vildi vita mína skoðun á Manchester United og Sir Alex Ferguson,“ sagði Sharpe.
,,Hann talaði mikið um Fergie og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig hjá United. Klukkan var orðin sex um morgun og ég tjáði honum að ég þyrfti að fara heim, að ég væri búinn.“
,,Hann þakkaði mér fyrir upplýsingarnar og sagði svo að hann ætti fund með Barcelona klukkan níu, að hann ætlaði að sleppa því að mæta og skrifa undir hjá United.“
,,Ég var undrandi og sagði einfaldlega: ‘Þú ert að segja mér það núna klukkan sex um morgun að þú eigir fund með Barcelona klukkan níu!?’