Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, hefur útskýrt af hverju Ryan Gravenberch var seldur til Liverpool í gær.
Um er að ræða spennandi hollenskan landsliðsmann sem er aðeins 21 árs gamall og á framtíðina fyrir sér.
Tuchel segir að Gravenberch hafi viljað komast burt frá Bayern í töluverðan tíma en það er varla ár síðan hann gekk í raðir félagsins.
,,Vandamálið með hann er að við spilum ekki með áttu í okkar kerfi. Við erum með svo marga valkosti í sóknarlínunni,“ sagði Tuchel.
,,Ryan er frábær liðsmaður og leggur sig vel fram en hann var óánægður með sína stöðu. Hann sá sig fá tækifæri í Liverpool og getur barist um stöðu í liðinu þar.“
,,Hann hefur viljað fara í dágóðan tíma, við fengum tilboð og ræddum það svo saman.“