Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hrinbrautar og hér á 433.is var íslenska karlalandsliðið tekið fyrir.
Liðið mætir Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM á næstu dögum. Hópurinn var kynntur á dögunum og var Hörður Snævar Jónsson ánægður með að sjá Orra Stein Óskarsson þar í fyrsta sinn.
„Hann er búinn að vera að sýna takta með FCK,“ sagði hann.
„Okkur vantar menn upp á topp. Það þarf einhver að fara að gera tilkall til að taka við af Alfreði Finnbogasyni sem er 34 ára gamall. Hann er enn í toppdeild en við þurfum menn sem eru klárir þegar hans tími er kominn.“
Ítarleg landsliðsumræða er hér að neðan.