Manchester United festi kaup á markmanninum Altayu Bayindir í gær en hann kemur til félagsins frá Fenerbahce.
Um er að ræða 25 ára gamlan markmann sem kostar enska stórliðið rúmlega fjórar milljónir punda.
Hann verður varamarkmaður Man Utd á tímabilinu en Andre Onana er númer eitt og kom einnig í sumar.
Goal birtir athyglisverða grein um Bayindir þar sem greint er frá því að stuðningsmenn Fenerbahce séu mjög ánægðir með að hann sé farinn frá félaginu.
Bayindir meiddist illa í október árið 2021 og svo aftur ekki löngu seinna og hefur frammistaða hans hrapað gríðarlega hratt.
Bayindir hefur ekki verið vinsæll á meðal stuðningsmanna Fenerbahce undanfarin tvö tímabil og var vatnsflösku kastað í hann í leik nýlega.
Margir vildu sjá Bayindir kveðja félagið sem fyrst en hann á mörg ár eftir í boltanum og getur enn sannað sig í Evrópu.