Barcelona hefur fengið til sín varnarmanninn Mamadou Fall en hann kemur frá bandaríska félaginu Los Angeles FC.
Um er að ræða hávaxinn miðvörð sem hefur áður spilað með Villarreal á Spáni eða frá 2022 til 2023.
Barcelona fær leikmanninn á láni frá Los Angeles en hann mun spila með varalið félagsins á þessu tímabili.
Fall þykir mikið efni en margir setja spurningamerki við þessi skipti enda mun hann líklega ekki leika með aðalliðinu í vetur.
Fall er 20 ára gamall og kemur frá Senegal en hann á að baki 35 leiki fyrir aðallið Los Angeles.