West Ham er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur á Luton á útivelli í kvöld.
Um var að ræða fyrsta heimaleik Luton í ensku úrvalsdeildinni.
Jarrod Bowen kom gestunum yfir áður en Kurt Zouma bætti við öðru marki eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.
Heimamenn löguðu stöðuna með sínu fyrsta marki í deildinni í ár en Luton er áfram án stiga eftir þrjá leiki.
West Ham er með 10 stig eftir fjórar umferðir og á toppi deildarinnar.
West Ham go top of the Premier League ahead of the weekend matches! ⚒️ pic.twitter.com/TEwOfYCyHs
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2023