Joao Felix er orðinn leikmaður Barcelona en búið er að ganga frá öllu. Hann kemur á láni frá Atletico Madrid.
Barcelona hefur engan forkaupsrétt á framherjanum frá Portúgal.
„Ég vil bara fara til Barcelona,“ sagði Felix í júlí en ljóst var að hann og Diego Simeone þjálfari Atletico myndu ekki vinna saman.
Felix var lánaður til Chelsea í janúar en fann sig ekki á Englandi og heldur nú til Barcelona.
Atletico hefur verið erfitt í viðræðum en á lokadegi gluggans ákvað félagið að hleypa þessu í gegn.
BREAKING: João Félix to Barcelona, here we go! Verbal agreement reached with Atlético on loan deal, NO buy option clause will be included 🚨🔵🔴 #FCB
Barça waiting to sign documents then sealed.
July 18, exclusive interview: “I want to join Barça, it’s my dream”. Now reality. pic.twitter.com/9iP5MKb3ej
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2023