Ítalska knattspyrnufélagið Lecce og knattspyrnudeild Selfoss hafa komist að samkomulagi um kaup á hinum átján ára Þorláki Breka Baxter.
Þorlákur, eða Breki eins og hann er gjarnan kallaður, gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið 2020. Síðan þá hefur hann tekið stöðugum framförum og í sumar hefur hann leikið afar vel á miðsvæðinu og skilað þremur mörkum auk nokkura stoðsendinga.
,,Við óskum Breka alls hins besta í þessum nýja og spennandi kafla í hans lífi og hlökkum til að fylgjast með honum vaxa og dafna á Ítalíu!,” segir á vef Selfoss.