Sofyan Amrabat mun ganga í raðir Manchester United frá Fiorentina í dag. Fabrizio Romano greinir frá því að hann sé á leið í læknisskoðun hjá félaginu.
Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við United í allt sumar og virðast skiptin ætla að ganga í gegn á lokadegi félagaskiptagluggans.
Félögin hafa náð saman um lánssamnig. United greiðir 10 milljónir evra fyrir hann og geta svo keypt hann næsta sumar. Kaupverðið gæti orðið allt að 25 milljónir evra.
Sjálfur hefur Amrabat ólmur viljað komast á Old Trafford og fær hann nú ósk sína uppfyllta.
Sofyan Amrabat, new Manchester Utd player as revealed earlier — here we go confirmed 🔴🇲🇦 #MUFC
Loan deal on €10m fee plus buy clause for June 2024 worth €20m plus €5m add-ons if Man United want Sofyan to stay on long term.
On his way to Manchester shortly 🧨✨ pic.twitter.com/oYFRqWKh0V
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2023