Tottenham er að skoða það að gera rausnarlegt tilboð í Conor Gallagher miðjumann Chelsea áður en glugginn lokar. Telegraph segir frá.
Þessi enski landsliðsmaður var fyrirliði Chelsea þegar liðið vann Wimbledon í enska deildarbikarnum í gær.
Gallagher hefur byrjað alla leiki tímabilsins en er í hættu á að missa sætið sitt innan tíðar.
Chelsea hefur keypt Moises Caicedo og Romeo Lavia á miðsvæi sitt sem verða líkleg þar ásamt Enzo Fernandez.
Gallagher er 23 ára gamall og er ánægður hjá Chelsea en enska félagið þarf að selja leikmenn eftir botnlausa eyðslu í sumar.
Chelsea er að kaupa Cole Palmer frá Manchester City á 45 milljónir punda og gæti Chelsea þurft að losa eitthvað í staðinn.