Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Kelechi Iheanacho framherja Leicester.
Eins og flestir vita féll Leicester úr ensku úrvalsdeildinni í vor en stefnir á að fara rakleiðis upp á ný.
Liðið hefur þó misst nokkra lykilmenn.
Iheanacho gæti einnig verið á leið út um dyrnar en Crystal Palace, Wolves og West Ham hafa öll áhuga á honum.
Leicester vill helst ekki missa Iheanacho og er búið að skella á hann 20 milljóna punda verðmiða.
Leicester value Kelechi Iheanacho at close to £20m. Enzo Maresca would rather keep the Nigerian striker, but there is Premier League interest from Crystal Palace. Wolves and West Ham have also looked.🇳🇬 pic.twitter.com/uSQVlannwh
— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 31, 2023