Ryan Gravenberch mætti ekki á æfingu FC Bayern í dag vegna viðræðna hans við Liverpool. Bild í Þýskalandi segir frá.
Liverpool vonast eftir því að kaupa hollenska miðjumanninn áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Hann er sagður vera búinn að semja við Liverpool. Bayern er tilbúið að selja hollenska miðjumanninn en Liverpool telur sig geta fengið hann fyrir 35 milljónir punda.
Gravenberch er 21 árs gamall en hann er klár í að fara á Anfield, vitað er að Jurgen Klopp vill bæta við miðjumanni fyrir föstudaginn.
Gravenberch kom til Bayern frá Ajax fyrir ári síðan en fékk fá tækifæri og vill helst komast annað til að spila.
Manchester United hefur sýnt áhuga í sumar en ekki farið í viðræður við Bayern eins og Liverpool gerir núna.
Á sama tíma er João Palhinh miðjumaður Fulham á óskalista FC Bayern og viðræður eru þar í fullum gangi.