Lyngby hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins en hann skrifar undir eins árs samning við danska félagið.
Þar með er endurkoma þessa magnaða knattspyrnumanns staðfest. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í rúm tvö ár vegna máls sem var í rannsókn í Bretlandi. Málið var fellt niður í vor.
Gylfi lék síðast með Everton en samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið rann út síðasta sumar.
Gylfi fagnar 34 ára afmæli sínu innan tíðar. Hann hefur verið í Kaupmannahöfn undanfarna daga og rætt við félagið um samning sem borið hefur árangur.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en í liðinu eru einnig Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen.
VENTETIDEN ER OVRE…. ✍️🇮🇸
Transferen præsenteres af Volkswagen Gladsaxe!
Køb din trøje hos https://t.co/K44OMvivMW! pic.twitter.com/NH9l3HUAy6
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023