Yannick Carrasco er næsta stjarnan sem fer í sádiarabíska boltann í sumar.
Fabrizio Romano greinir frá því að Al Shabab sé að kaupa kappann á 15 milljónir evra. Carrasco mun þá skrifa undir þriggja ára samning.’
Hinn 29 ára gamli Carrasco hefur verið hjá Atletico síðan 2020 en hann var einnig hjá félaginu frá 2015 til 2018.
Þess á milli var hann hjá Dalian í Kína svo þetta er ekki í fyrsta sinn sem Belginn spilar fótbolta utan Evrópu.
Fjöldi stjarna hefur haldið til Sádi-Arabíu í sumar og er Carrasco nýjasta viðbótin.
Al Shabab are closing in on deal to sign Yannick Ferreira Carrasco from Atlético Madrid, agreement imminent between clubs after long negotiations ⚪️⚫️🇸🇦
Fee will be in excess of €15m package.
Personal terms agreed days ago, 3 year deal. Documents to check then… here we go 🇧🇪 pic.twitter.com/BCXV3NRneA
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2023