Besiktas í Tyrklandi vill fá Mason Greenwood framherja Manchester United á láni í örfáa mánuði. Vill félagið sjá hvernig stuðningsmenn félagsins taka honum.
Greenwood er 21 árs gamall en hann fær ekki að spila aftur fyrir United. Ástæðan er meint ofbeldi hans í nánu sambandi.
United ætlaði að gefa honum annað tækifæri en hætti við á síðustu stundu og vill nú losna við hann.
Besiktas vill fá hann á láni til áramóta, sjá hvernig hann er eftir eitt og hálft ár frá fótbolta og hvernig stuðningsmenn taka honum.
Mál Greenwood var fellt niður fyrr á þessu ári en hann leitar nú að félagi til að spila með eftir ákvörðun United.