Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í liði Burnley þegar liðið vann dramatískan sigur á Nottingham Forest í enska deildarbikarnum í kvöld.
Jóhann hafði lagt upp mark af bekknum um helgina í deildinni og lék allan leikinn í 0-1 sigri liðsins í kvöld.
Mohamed Amdoun skoraði eina mark Burnely í uppbótartíma en hann hafði komið inn af bekknum.
Chelsea vann aðeins 2-1 sigur á Wimbeldon þrátt fyrir að stilla upp sterku liði en Noni Madueke og Enzo Fernandez skoruðu mörkin eftir að Chelsea lenti undir.
Blackburn er einnig komið áfram eftir 8-0 sigur á Harrogate Town en Arnór Sigurðsson er áfram frá vegna meiðsla.