Ansu Fati gæti yfirgefið Barcelona samkvæmt helstu miðlum.
Barcelona batt eitt sinn gríðarlega miklar vonir við hinn tvítuga Fati en hann er hins vegar í aukahlutverki og opinn fyrir því að fara.
Fati á fjögur ár eftir af samningi sínum og er metinn á 35 milljónir evra.
Chelsea og Tottenham eru bæði sögð fylgjast með gangi mála.
Það má búast við að framtíð Fati, sem á níu A-landsleiki að baki fyrir Spán, muni ekki ráðast fyrr en undir gluggalok í lok vikunnar.