Ryan Kent fyrrum leikmaður Liverpool er á höttunum á eftir barnapíu en þó ekki neinni venjulegri barnapíu, Kent vantar að láta að fylgjast með krókódílnum sínum.
Kent sem yfirgaf Rangers í Skotlandi í sumar og samdi við Fenerbache hefur ekki farið í felur með ást sína á villtum dýrum.
Fjölmiðlar í Tyrklandi eru þó agndofa yfir því að Kent eigi krókódíl og að hann vilji hafa pössun fyrir hann.
Kent er tilbuin að greiða réttum starfsmanni 3 þúsund pund í mánaðarlaun og borga tryggingar fyrir þann aðila.
Kent er 26 ára gamall en hann hefur komið sér vel fyrir í Istanbúl ásamt krókódílnum sínum.
Kent var í herbúðum Liverpool frá 2004 til 2019 þegar hann gekk formlega í raðir Rangers