Manchester United er að vinna að því að sækja miðjumanninn Sofyan Amrabat frá Fiorentina áður en félagaskiptaglugginn lokar í lok vikunnar. The Athletic segir frá.
Amrabat, sem er 27 ára gamall, hefur verið orðaður við United í allt sumar og það gæti farið svo að hann endi loks á Old Trafford.
Sjálfur vill Amrabat ólmur komast til United en vegna Financial Fair Play reglna er ólíklegt að félagið geti keypt hann.
Það er því líklegra að Amrabat komi á láni, til að byrja með hið minnsta.
Samningur hans rennur út næsta sumar en möguleiki er í samningnum á árs framlengingu.