Tim Steidten yfirmaður knattspyrnumála hjá West Ham er mættur til Brasilíu til þess að reyna að klófesta Yuri Alberto 22 ára gamlan framherja Corinthians.
Ástæðan er sú að Al-Ettifaq í Sádí Arabíu er að reyna að kaupa Michail Antonio framherja West Ham.
Steven Gerrard er stjóri Al-Ettifaq en Antonio hefur byrjað ansi vel í upphafi tímabils og vilja Sádarnir fá hann.
West Ham vill fá inn mann áður en félagið leyfir Antonio að fara en Al-Ettifaq og West Ham eru með opið samtal.
Al-Ettifaq hafði fyrr í sumar opnað samtalið og þá ætlaði West Ham ekki að gefa sig en nú gæti 33 ára framherjinn farið til Sádí.