Forráðamenn West Ham eru búnir að gefast upp á Harry Maguire í annað sinn á skömmum tíma þar sem ekkert grænt ljós kemur frá Manchester united.
Maguire var nálægt því að ganga í raðir West Ham fyrr í sumar en United vildi ekki greiða Maguire þá upphæð út sem hann vildi.
West Ham ætlaði að reyna aftur nú þegar félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag.
Ekkert grænt ljós hefur hins vegar komið frá Manchester United og því ætlar West Ham ekki að eyða meiri tíma í Maguire.
Maguire er þrítugur varnarmaður sem var sviptur fyrirliðabandinu hjá United í sumar og virðist ekki vera í neinum plönum Erik ten Hag, stjóra liðsins.
West Ham have decided to leave the race for Harry Maguire, as things stand — after trying again but no green light from Man United ⛔️⚒️ #WHUFC
He’s no longer on the club’s list at this stage, as @Plettigoal reported. pic.twitter.com/SAzr02OszI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2023