Marco Verratti er nær því enn áður að ganga í raðir Al-Arabi og verða þar með liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar í Katar.
Verratti er til sölu fyrir 51 milljón punda ef marka má franska fjölmiðla en Verratti er þrítugur og hefur verið hjá PSG í ellefu ár.
Miðjumaðurinn frá Ítalíu hefur áhuga á að fara og var nálægt því að fara til Sádí Arabíu en það virðist ekki á borðinu eins og er.
Hjá Al Arabi er Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, einn af lykilmönnum liðsins.
Fabrizio Romano segir að viðræður haldi áfram og ef ekkert stórlið dettur inn á næstu dögum fer Verratti líklega til Katar.
Al Arabi have presented formal bid for Marco Verratti, negotiations ongoing on both clubs and player side 🚨🇮🇹🇶🇦
Verratti agreed terms with Al Hilal, deal collapsed as PSG rejected two bids.
Talks set to advance with Al Arabi, if no bids will arrive from European top clubs. pic.twitter.com/psOt8yM0jm
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2023