David Beckham eigandi Inter Miami var mættur til Króatíu í vikunni þar sem hann er í fríi með fjölskyldu sinni.
Hann sást svo funda með Luka Modric miðjumanni Real Madrid sem gæti verið á förum frá stórveldinu.
Beckham hefði vafalítið áhuga á að fá Modric til Miami þar sem stórstjörnur eru farnar að koma saman.
Inter Miami hefur samið við Lionel Messi, Sergio Busquets og Jordi Alba í sumar og Modric gæti verið næstur.
Modric fékk nokkra daga frí frá æfingum Real Madrid en Modric hefur ekki spilað í upphafi móts og gæti farið.
Modric er 37 ára gamall og hefur verið einn besti miðjumaður í heimi í mörg ár.
👋🏼 Luka Modrić with David Beckham yesterday. pic.twitter.com/pnpvQ7pqNP
— Madrid Xtra (@MadridXtra) August 28, 2023