Carlos Baleba er genginn til liðs við Brighton frá Lille.
Baleba er 19 ára gamall miðjumaður sem þykir mikið efni.
Brighton greiðir franska félaginu 30 milljónir evra fyrir þjónustu Baleba.
Baleba er hugsaður sem arftaki Moises Caicedo sem fór til Chelsea á dögunum á 115 milljónir punda og varð í kjölfarið dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Brighton er afar gott í að finna óslípaðar demanta úti í heimi og gera þá að stjörnum og það má því búast við að Baleba verði frábær fyrir þá.
Welcome to the Albion, Carlos. 🤩🤝 pic.twitter.com/GbTJOL4Uol
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) August 29, 2023