Everton hefur rifið fram rúmar 25 milljónir punda til að kaupa framherjann Beto frá Udinese á Ítalíu.
Þessi 25 ára gamli Portúgali skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton.
Beto skoraði tíu mörk í 34 deildarleikjum á Ítalíu í sumar en hann er fimmti leikmaðurinn sem Sean Dyche fær í sumar.
Everton er í neðsta sæti deildarinnar með núll stig og hefur liðinu ekki tekist að skora mark.
„Það er gott að koma til Everton, ég hef alltaf hrifist af félaginu,“ segir Beto.
„Everton er stórt félag í ensku úrvalsdeildinni og er með mikla sögu. Þetta var auðvelt skref að taka.“