Það kom upp afar skemmtilegt atvik í leik Gremio og Cruzeiro um helgina.
Gremio vann leikinn 3-0 en liðið er með Luis Suarez innanborðs.
Suarez, sem er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool og Barcelona, fór niður í lok fyrri hálfleiks og kveinkaði sér. Hann tók skóinn meðal annars af sér.
Marlon Xavier í liði Cruzeiro hafði engan húmor fyrir þessu og kastaði skó Suarez af velli.
Hann fékk gult spjald fyrir athæfið.
Sjón er sögu ríkari. Atvikið má sjá hér að neðan.
He’s just getting older, but forever the same Luis Suarez. El Pistolero, King of Shithousery 🤣 pic.twitter.com/gAblMVi2jf
— The Reds Indonesia (@The_RedsIndo) August 28, 2023