Fredrikstad FK í Noregi segir frá því á Twitter síðu sinni að Júlíus Magnússon miðjumaður félagsins sé í íslenska landsliðshópnum sem verður kynntur í vikunni. Júlíus er fæddur árið 1998.
KSÍ hefur boðað til fjölmiðlafundar síðar í vikunni þar sem Age Hareide, þjálfari liðsins mun svara spurningum um nýjasta hóp sinn.
Ísland mætir þar Lúxemborg og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári.
Júlíus gekk í raðir norska liðsins í vetur en liðið leikur þar í næst efstu deild, áður var hann fyrirliði Víkings.
Júlíus hefur leikið fimm A-landsleiki en allt voru það vináttuleikir sem komu undir lok síðasta árs og í upphafi þessa árs, undir stjórn Arnars Viðarssonar.
Julius, Jóannes og Brandur er tatt ut for å representere sine landslag når EM-kvaliken sparkes igang i september! 🇮🇸🇫🇴 Gratulerer💪🏻 pic.twitter.com/xFkvGnqCkn
— Fredrikstad FK (@fredrikstadfk) August 28, 2023