Lætin í kringum Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins halda áfram. Móðir hans hefur hafið hungurverkfall og sakar spænsku þjóðina um nornaveiðar.
FIFA hefur dæmt Rubiales í bann vegna hegðunar hann eftir úrslitaleik HM kvenna. Rubiales kyssti þar Jenni Hermoso beint á munninn eftir leik, eitthvað sem hún segir að hafi verið verulega óþægilegt.
Hefur Rubiales verið sakaður um perraskap við Hermoso og fleiri leikmenn spænska liðsins sem fá enga athygli fyrir árangur sinn, liðið varð Heimsmeistari.
Rubiales neitar að segja af sér og spænska sambandið stendur með honum, hann á þó fáa stuðningsmenn utan sambandsins.
Móðir hans hefur svo læst sig inni í kirkju í Malaga og ætlar ekki borða fyrr en nornaveiðarnar hætta, eins og hún orðar það sjálf.
Hún segir að sonur sinn eigi skilið réttlæti en pressan á Rubiales að að segja af sér heldur áfram en hann virðist þó ekki ætla að láta segjast.
Angeles Bejar, móðir hans fær sér vatn að drekka og eru meðlimir úr fjölskyldu hennar reglulegir gestir til að kanna með ástand hennar.