Samkvæmt frétt Daily Mail er Chelsea alls ekki hætt að bæta við sig leikmönnum þó það styttist í að félagaskiptaglugginn loki.
Chelsea hefur eytt 350 milljónum punda í sumar og 900 milljónum punda frá því Todd Boehly kom inn í félagið.
Þrátt fyrir það eru þrír leikmenn á blaði fyrir lok gluggans.
Einn þeirra er Emile Smith-Rowe sem er algjörlega úti í kuldanum hjá Arsenal. Það gæti heillað hann að fara annað í leit að spiltíma.
Þá eru Raphinha og Ferran Torres, fyrrum leikmenn Leeds og Manchester City, sem nú eru hjá Barcelona einnig orðaðir við Chelsea.
Það verður áhugavert að sjá hvað setur fyrir gluggalok.