Shay Given hefur látið Arsenal heyra það þar sem David Raya er genginn í raðir félagsins frá Brentford.
Ef Raya gengur í raðir Arsenal þá er líklegt að hann verði númer eitt í vetur á undan Aaron Ramsdale sem stóð sig vel síðasta vetur.
Given telur að Arsenal sé bara að búa til vandræði með að fá annan öflugan markmann inn en Ramsdale verður sjálfur ekki sáttur á varamannabekknum.
,,Ég horfi á þetta og hugsa með mér að þeir séu að kaupa vandamál. Ramsdale var einn besti leikmaður liðsins í fyrra,“ sagði Given.
,,Hann átti marga góða leiki og komst vel frá sínu verkefni. Nú ertu að fá inn Raya sem vill vera númer eitt og þá ertu bara að skapa vandræði fyrir þig sjálfan.“
,,Ég tel ekki að Raya væri að yfirgefa Brentford þar sem hann er númer eitt til að vera númer tvö hjá Arsenal eða hvaða liði sem er. Ég skil ekki af hverju þeir vilja fá hann.“