Undrabarnið Gavi Veiga hefur skrifað undir samning við Al Ahli í Sádi Arabíu og kostar félagið 40 milljónir evra.
Þetta hefur legið í loftinu undanfarna daga en Veiga var einnig sterklega orðaður við lið Napoli.
Hann ákvað að halda sig ekki í Evrópu en hann kemur til Al Ahli frá spænska félaginu Celta Vigo.
Napoli vann ítölsku deildina síðasta tímabil en átti ekki möguleika á að keppa við Al Ahli fjárhagslega.
Í Sádi Arabíu fær Veiga hærri laun og var Al Ahli einnig tilbúið að greiða Vigo hærri upphæð fyrir þennan 21 árs gamla strák.