Manchester United sýndi flottan karakter með því að koma til baka gegn Nottingham Forest í dag.
Forest kom mörgum á óvart og komst í 2-0 á Old Trafford en staðan var þannig eftir aðeins fjórar mínútur.
Heimamenn sneru leiknum þó sér í vil og skoruðu þrjú mörk gegn gestunum og tvö af þeim í síðari hálfleik.
Forest kláraði leikinn manni færri en Joe Worrall fékk að líta beint rautt spjald á 67. mínútu og var útlitið aldrei bjart eftir það.
Arsenal missteig sig á heimavelli á sama tíma gegn Fulham en liðið lenti undir eftir aðeins eina mínútu.
Fulham kláraði einnig þann leik manni færri og tókst að jafna metin mjög óvænt í 2-2 á 87. mínútu er Joao Palinha kom boltanum í netið.
Calvin Bassey var rekinn af velli hjá Fulham á 83. mínútu en tíu menn gestanna náðu samt sem áður í frábært stig á Emirates.
Brentford og Crystal Palace gerðu þá 1-1 jafntefli og Wolves vann góðan 1-0 útisigur á Everton.
Manchester United 3 – 2 Nott. Forest
0-1 Taiwo Awoniyi(‘2)
0-2 Willy Boly(‘4)
1-2 Christian Eriksen(’17)
2-2 Casemiro(’52)
3-2 Bruno Fernandes(’76, víti)
Arsenal 2 – 2 Fulham
0-1 Andreas Pereira(‘1)
1-1 Bukayo Saka(’70, víti)
2-1 Eddie Nketiah(’73)
2-2 Joao Palinha(’87)
Brentford 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Kevin Schade(’18)
1-1 Joachim Andersen(’76)
Everton 0 – 1 Wolves
0-1 Sasa Kalajdzic(’87)