Einn umdeildasti knattspyrnumaður sögunnar, El Hadji Diouf, leitast eftir því að komast í forsetastólinn í Senegal.
Diouf vill verða forseti senegalska knattspyrnusambandsins en hann er fyrrum landsliðsmaður Senegal og lék lengi vel á Englandi.
Diouf spilaði með liðum eins og Liverpool og Bolton en var gríðarlega umdeildur og sást til að mynda hrækja á andstæðing í leik í Skotlandi.
Hann segir að fólk dæmi sig út frá knattspyrnuferlinum en vandræðin verða ekki þau sömu ef hann fær starfið sem forseti.
,,Ég get séð sjálfan mig sem forseta senegalska knattspyrnusambandsins. Ég gæti byrjað á morgun,“ sagði Diouf.
,,Ég sé ekki af hverju það er ekki möguleiki, ég er mjög metnaðarfullur náungi. Fólk þekkir bara eina hlið af mér.
,,Það tilheyrir fortíðinni og þeir töluðu um mig sem vandræðagemsa. El Hadji Diouf, fótboltamaðurinn, er ekki sá sami og myndi stjórna sambandinu.“