Chelsea hefur staðfest það að markmaðurinn Djordje Petrovic sé genginn í raðir félagsins.
Um er að ræða 23 ára gamlan leikmann sem kemur til Chelsea frá New England Revolution í MLS-deildinni.
Petrovic var talinn einn besti ef ekki besti markmaðurinn í Bandaríkjunum og verður varamarkmaður til að byrja með.
Hann mun berjast við Robert Sanchez um byrjunarliðssæti í London sem vann Luton á föstudag, 4-0.
Chelsea borgar 14 milljónir punda fyrir Petrovic sem kemur frá Serbíu.