Nuno Espirito Santo þjálfari Al Ittihad í Sádí Arabíu segir það af og frá að samband hans við Karim Benzema sé slæmt og að framherjinn vilji fara.
Al Ittihad krækti í Benzema í sumar en í vikunni hafa borist sögur um að framherjinn frá Frakklandi sé ósáttur.
Var hann sagður ósáttur með stjórann og þá staðreynd að hafa ekki verið gerður að fyrirliða.
„Ég les í fjölmiðlum að samband mitt við Karim Benzema sé ekki gott, allir sem þekkja mig vita að þetta er tóm steypa,“ segir Nuno en Benzema skoraði sitt fyrsta mark fyrir Al Ittihad í gær.
„Samband mitt við alla leikmennina er gott, við erum með sterkan hóp sem er ánægður saman. Við erum mjög glaðir að hafa Karim með okkur.“
„Karim er ánægður innan vallar, hann elskar að spila fyrir Al Ittihad. Við erum mjög samheldin hópur.“