Portúgalinn Joao Moutinho er genginn í raðir Braga í heimalandinu.
Miðjumaðurinn 36 ára gamli lék með Sporting og Porto í portúgölsku deildinni á yngri árum en valdi nú að semja við Braga.
Moutinho kemur á frjálsri sölu en samningur hans við Wolves rann út fyrr í sumar. Hann hafði verið í fimm ár hjá félaginu og spilað 212 leiki.
Moutinho skrifar undir eins árs samning við Braga og þénar um 400 þúsund pund á þeim tíma, sem er án efa miklu lægra en undanfarin ár í ensku úrvalsdeildinni.
Kappinn á að baki 146 A-landsleiki fyrir hönd Portúgal.
João Moutinho signs in as new SC Braga player on free transfer — deal sealed in the last hours ⚪️🔴🇵🇹
Moutinho signs until June 2024 for €400k salary per one year. pic.twitter.com/jaT15Qd20r
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2023