Breiðablik er einu skrefi frá því að tryggja sér 2,94 milljónir evra ef liðinu tekst að tryggja sig inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en liðið er í mjög góðri stöðu.
Blikar unnu sigur á FC Struga frá Norður-Makedóníu í umpili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram ytra en heimaleikurinn er í næstu viku.
Takist Blikum að sigra þar er ljóst að 422 milljónir verða millifærðar í Kópavoginn. Það er Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og fjármálasérfræðingur sem segir frá.
Ljóst er að slík upphæð kæmi sér vel í þeim erfiða rekstri sem rekstur knattspyrnudeilda á Íslandi er.
„Fínustu úrslit hjá Blikum. Þær færast nær 2,94 milljónum EUR. Ca. 420 milljónir ISK,“ skrifar Jóhann um málið.
Breiðablik yrði fyrsta liðið í sögu Íslands að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu í karlaflokki.
Fínustu úrslit hjá Blikum. Þær færast nær 2,94 milljónum EUR. Ca. 420 milljónir ISK. 🤑 pic.twitter.com/OrbZ1O6EKu
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) August 24, 2023